Óhætt er að segja að bitcoin hafi tekið hressilega við sér frá því að gengi myntarinnar féll undir $30,000 20. júlí síðastliðinn. Um helgina náði gengi bitcoin yfir $45,000 í skamma stund, en stendur nú í $43,521 þegar þessi orð eru skrifuð. Hækkun síðustu þriggja vikna nemur því rúmlega 50%!