Solana er mætt á Myntkaup!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nú er hægt að sækja nýjustu útgáfu af appi Myntkaupa í Appstore og Playstore. Í nýju útgáfunni hefur rafmyntinni Solana verið bætt við vöruúrvalið okkar. Solana er í dag fimmta stærsta rafmyntin á markaðnum..

Solana er mætt á Myntkaup!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nú er hægt að sækja nýjustu útgáfu af appi Myntkaupa í Appstore og Playstore. Í nýju útgáfunni hefur rafmyntinni Solana verið bætt við vöruúrvalið okkar. Solana er í dag fimmta stærsta rafmyntin á markaðnum, eða fjórða stærsta, ef frá er talin stöðugleikamyntin USDT. Þeir sem hafa fylgst með rafmyntamörkuðum í nokkurn tíma eru meðvitaðir um að Solana hefur staðið sig einna best af öllum rafmyntum markaðarins síðustu 12 mánuði og hefur líklega verið sú mynt fyrir utan Bitcoin sem rafmyntafjárfestar hafa horft einna helst til undanfarið.

Solana er af mörgum talin einn helsti keppinautur Ethereum í að verða leiðandi bálkakeðjan á sviði snjallsamninga. Í sem stystu máli má segja að þeir sem hrífast af Solana umfram Ethereum vilji meina að allt sem Ethereum getur gert getur Solana gert betur. Færslur eru hraðari, ódýrari og skalanleiki bálkakeðjunnar er meiri. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að enn sem komið er er Ethereum með töluvert lengri sögu og heildarmarkaðsvirði Ethereum er í dag um fimmfalt meira. Hörðustu stuðningsmenn Solana hafa hins vegar lengi trúað því að heildarmarkaðsvirði Solana muni taka fram úr Ethereum í þessum hækkunarfasa, en sem áður er aðeins eitt víst og það er að framtíðin er óráðin og enginn veit fyrir víst hvert markaðurinn stefnir. 

Við hjá Myntkaupum höfum fundið fyrir sterkum vilja margra viðskiptavina um að auka vöruúrvalið hjá okkur og hefur Solana verið sú mynt sem mest er beðið um. Það er því eins og áður segir okkur sönn ánægja að tilkynna viðskiptavinum um þennan áfanga. Sjálfir höfum við fylgst með Solana yfir lengri tíma og eigum auðvelt með að skilja þá miklu hrifningu sem einkennir myntina. Við viljum þó minna fólk á að rafmyntamarkaðurinn er sveiflukenndur markaður, sérstaklega þegar í hlut eiga aðrar rafmyntir en Bitcoin. Við hvetjum því viðskiptavini til þess að nálgast Solana sem áhættufjárfestingu og fjárfesta samkvæmt því.

Þú finnur nýjustu uppfærsluna af Myntkaup appinu á App Store eða Google Play Store!