Myntkaup appið fer í loftið! 🎉

Myntkaup appið fer í loftið! 🎉

Loksins, loksins!

Við höfum fengið fjöldann allan af fyrirspurnum síðastliðnar vikur og mánuði varðandi Myntkaup appið enda hafa margir viðskiptavinir Myntkaupa beðið eftir appinu með eftirvæntingu.

Við erum því mjög spennt að segja frá því að frá og með deginum í dag er hægt að sækja appið í Play Store fyrir Android og í App Store fyrir iOS!

Þú getur sótt appið með því að smella hér:

Myntkaup átti eins árs afmæli 11. maí síðastliðinn og í tilefni af því ætlum við að gefa einum heppnum viðskiptavini Myntkaupa 50.000 króna gjafabréf á Myntkaup. 🎁

Til þess að komast í pottinn þá er það eina sem þú þarft að gera að sækja appið á iOS eða Android. Við munum draga út vinningshafa 30. júní næstkomandi.

Dregið hefur til tíðinda upp á síðkastið á rafmyntamörkuðum. Það hefur eflaust ekki farið framhjá þér að hægt er að kaupa bitcoin á miklum afslætti þessa dagana.

Það er því tilvalinn tími til að sækja appið, komast í pottinn og kaupa smá bitcoin!

Áfram og upp á við! 🚀

Sumarkveðja,
Patrekur Maron Magnússon
Framkvæmdastjóri Myntkaupa