Stock-to-flow hlutfallið og hvað það þýðir fyrir Bitcoin

Stock-to-flow hlutfallið er eitthvað sem hagfræðingar tala mikið um. Það hljómar flókið en er í raun mjög einfalt. Markmiðið með þessari grein er að útskýra fyrir þér hvað stock-to-flow hlutfallið er og afhverju það er svona mikilvægt fyrir framtíð Bitcoin.

Stock-to-flow hlutfallið og hvað það þýðir fyrir Bitcoin

Til að byrja með, ef þig langar að læra aðeins meira um Bitcoin, þá mæli ég með að þú lesir þennan póst fyrst: Hvað er Bitcoin?


En aftur að efninu!

Stock-to-flow hlutfallið er eitthvað sem hagfræðingar tala mikið um. Það hljómar flókið en er í raun mjög einfalt. Markmiðið með þessari grein er að útskýra fyrir þér hvað stock-to-flow hlutfallið er og afhverju það er svona mikilvægt fyrir framtíð Bitcoin.

Mynd 1: Stock-to-flow hlutföll mismunandi vara.

Stock-to-flow hlutfallið

Myndin hér að ofan er mjög mikilvæg til þess að fá skilning á því afhverju Bitcoin á möguleika á því að leysa gull af hólmi sem geymslustaður fyrir verðmæti(e. Store of value).

Byrjum á því að skilgreina stock-to-flow hlutfallið:

Stock-to-flow hlutfall vöru er magnið af vörunni sem er nú þegar til(núverandi birgðir) deilt með magninu sem er framleitt á hverju ári.

Tökum dæmi.

Gefum okkur að það séu til 100 tonn af gulli í öllum heiminum. Á einu ári eru grafin upp tvö tonn af gulli, með þessum upplýsingum getum við reiknað stock-to-flow hlutfall gulls.

Í okkar tilfelli yrði stock-to-flow hlutfall gulls 100/2 = 50 sem er mjög hátt hlutfall(hveiti, kopar og fleiri eru t.d. undir 1 í stock-to-flow hlutfalli).

Í raunheiminum þá er stock-to-flow hlutfall gulls u.þ.b. 70, gull hefur jafnframt hæsta stock-to-flow hlutfall af öllum hrávörum.

Nú vitum við hvað stock-to-flow hlutfallið er og hvernig það er reiknað. En hvaða merkingu hefur það fyrir mismunandi vörur?

Ef þú skoðar Mynd 1 hér fyrir ofan þá sérðu að vörur líkt og gull og silfur hafa tiltölulega hátt stock-to-flow hlutfall meðan kopar og hveiti eru dæmi um vörur sem hafa lágt stock-to-flow hlutfall.

Lægra stock-to-flow hlutfall = auðvelt að auka við framleiðslu á vörunni.

Hærra stock-to-flow hlutfall = erfitt að auka við framleiðslu á vörunni.

Vörur sem hafa hátt stock-to-flow hlutfall halda eftir mikið af verðhækkunum sem verða eftir að mikil aukning í eftirspurn verður í vöruna. Ef fólk hvaðanæva úr heiminum myndi allt í einu fá rosa mikinn áhuga á því að baka brauð þá myndi eftirspurn eftir hveiti hækka og verð á hveiti myndi hækka með því. Framleiðendur á hveiti myndu taka eftir þessu og auka framleiðsluna svo um munar til þess að mæta aukningu í eftirspurn.

Þetta myndi spilast út þannig að verð á hveiti myndi hækka umtalsvert en lækka aftur í fyrra verð eftir að framleiðendur dæla meira hveiti inn á markaðinn.

Við getum skoðað hvernig þetta myndi líta út á grafi:

Mynd 2: Hveiti hefur mjög lágt stock-to-flow hlutfall

Aftur á móti þá er mjög erfitt fyrir framleiðendur að auka við framleiðslu á vörum sem eru með hátt stock-to-flow hlutfall, en þetta er lykilatriði.

Gull

Heildarvirði gullmarkaðarins er áætlað að sé 7.8 trilljón bandaríkjadollarar en aðeins 10-15% af því virði er talið koma frá skartgripum, raftækjum og öðrum iðnaði sem hagnýta gull á einhvern hátt.

Restin af virðinu hefur safnast saman vegna sögulegrar spákaupmennsku á gulli byggða á þeirri trú að gull sé dýrmæt eign sem er af skornum skammti og að það sé mikil eftirspurn eftir gulli. Mikil virðing er borin fyrir gulli vegna þess hversu hátt stock-to-flow hlutfall það hefur en sú staðreynd hefur leitt til þess að gull hefur í gegnum tíðina verið mikils metin hjá stórum fyrirtækjum, þjóðríkjum og bönkum en þessir aðilar hafa oftar en ekki miklar birgðir af gulli í varasjóðum.

Bitcoin

Í dag, þá hefur Bitcoin talsvert lægra stock-to-flow hlutfall heldur en gull. En þetta er líka þar sem tækifærið gefst. Bitcoin hefur innbyggða virkni sem veldur því að á u.þ.b. fjögurra ár fresti verður atburður sem kallast "helmingunin"(e. the halvening).

Helmingunin er atburður sem gerist einu sinni á 210.000 bálka fresti eða á u.þ.b. 4 ára fresti, en þetta gerist þegar bálkaverðlaunin (e. block reward) sem Bitcoin námugrafararnir fá fyrir að tryggja netið, helmingast. Árið 2009 þá voru bálkaverðlaunin 50 BTC en í dag (Júní, 2019) þá eru bálkaverðlaunin 12.5 BTC og áætluð dagsetning á næstu helmingun er á miðvikudaginn, 20. maí 2020 klukkan 02:57:21. Þessi næsta helmingun mun taka bálkaverðlaunin niður í aðeins 6.25 BTC.

Sú hugmynd að Bitcoin er fyrsta stafræna eignin sem við getum verið viss um að sé af skornum skammt, ekki er hægt að gera hana upptæka né geta seðlabankar prentað meira af henni, er gríðarlega öflug pæling. Án þessara eiginleika þá myndi Bitcoin eiga erfitt með að hækka í verði til að byrja með.

Á næstu áratugum þá munum við sjá stock-to-flow hlutfall Bitcoin aukast verulega og með miklu innstreymi á mjög hæfileikaríku fólki inn í rafmyntaiðnaðinn þá munum við sjá mikla uppbyggingu á innviðum í þessum iðnaði. Stórar fjármálastofnanir munu ekki geta hunsað Bitcoin og aðrar rafmyntir lengi. Næstu ár verða svo sannarlega áhugaverð.