Bitcoin fyrir hinn almenna leikmann | Hlaðvarp & Ethereum tilkynning

Óhætt er að segja að bitcoin hafi tekið hressilega við sér frá því að gengi myntarinnar féll undir $30,000 20. júlí síðastliðinn. Um helgina náði gengi bitcoin yfir $45,000 í skamma stund, en stendur nú í $43,521 þegar þessi orð eru skrifuð. Hækkun síðustu þriggja vikna nemur því rúmlega 50%!

Bitcoin fyrir hinn almenna leikmann | Hlaðvarp & Ethereum tilkynning

Óhætt er að segja að bitcoin hafi tekið hressilega við sér frá því að gengi myntarinnar féll undir $30,000 20. júlí síðastliðinn. Um helgina náði gengi bitcoin yfir $45,000 í skamma stund, en stendur nú í $43,521 þegar þessi orð eru skrifuð. Hækkun síðustu þriggja vikna nemur því rúmlega 50%!

Mikið hefur borið á jákvæðum fréttum um bitcoin að undanförnu. Elon Musk, forstjóri Tesla, og Jack Dorsey, forstjóri Twitter, ræddu um bitcoin á ráðstefnunni The B Word Conference 21. júlí síðastliðinn og fóru fögrum orðum um framtíð myntarinnar. Þá hefur leifturnetið (e. Lightning Network), kerfi sem virkar sem einskonar efra lag ofan á Bitcoin-netið og gerir Bitcoin kleift að skala yfir í að verða alheims-greiðslumiðill á næstu árum, verið í örum vexti. Margir binda vonir við að það muni greiða fyrir smærri færslum og daglegum viðskiptum með því að gera þær margfalt ódýrari og fljótvirkari.

Hlaðvarpið Vaxtaverkir & Bitcoin

Kjartan Ragnars frá Myntkaupum átti skemmtilegt spjall við þær Brynju Bjarnardóttur og Kristínu Hildi Ragnarsdóttur um Bitcoin, en þær hafa nýverið sett á laggirnar fjármálahlaðvarpið Vaxtaverkir þar sem þær miðla hugtökum fjármála og hagfræðinnar á skilmerkilegan og skemmtilegan hátt. Samtalið varði í rúman klukkutíma og mælum við eindregið með hlustun!

Hlusta má á þáttinn á Spotify með því að smella hér að neðan:

Ethereum á Myntkaup

Markaðsvirði Ethereum, næststærstu rafmyntarinnar á eftir Bitcoin, hefur vaxið á ógnarhraða samhliða vexti Bitcoin. Það sem af er þessu ári hefur gengi Ethereum hækkað um rúm 300% og stendur gengi myntarinnar nú í $2,951. Mikil eftirspurn hefur verið eftir myntinni hjá viðskiptavinum Myntkaupa og er okkur sönn ánægja að tilkynna að Myntkaup mun byrja að bjóða upp á viðskipti með Ethereum í haust.

Einnig mun viðskiptavinum Myntkaupa standa til boða að kaupa bitcoin og ethereum sjálfkrafa með svokallaðri meðaltalskaupaðferð (Dollar-Cost Averaging). Slík aðferð er til þess fallin að jafna út sveiflur með því að kaupa jafnt og þétt fyrir sömu fjárhæð yfir lengri tíma.

Það verður spennandi að sjá hvað haustið og veturinn mun bera í skauti sér í heimi bitcoin og rafmynta því það er ljóst að eitthvað hefur verið að malla í sumar og góðar líkur eru á flugeldum á rafmyntamörkuðum á næstu mánuðum.

Áfram og upp á við! 🚀

Síðsumarkveðja,
Patrekur Maron Magnússon
Framkvæmdastjóri Myntkaupa