Stofnandi Twitter kaupir bitcoin fyrir 50 milljón dollara

Milljarðamæringurinn Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, er af mörgum talinn vera sérvitringur. Jack borðar til að mynda aðeins eina máltíð á dag og hann tekur reglulega langar föstur þar sem hann borðar ekkert í nokkra daga í senn...

Stofnandi Twitter kaupir bitcoin fyrir 50 milljón dollara

Milljarðamæringurinn Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, er af mörgum talinn vera sérvitringur. Jack borðar til að mynda aðeins eina máltíð á dag og hann tekur reglulega langar föstur þar sem hann borðar ekkert í nokkra daga í senn. Jack skokkar einnig í vinnuna á hverjum degi og reynir að hugleiða í tvo klukkutíma á dag.

Það er óhætt að segja að hann gerir hlutina á eigin hátt og er ekki eins og fólk er flest. En það er líka persónuleikaeinkenni sem þarf til þess að geta hugsað út fyrir kassann og galdrað fram hugmyndir sem verða síðan að fyrirtækjum sem eru metin á fúlgur fjár.

Það sem margir vita ekki um Jack er að hann er einnig stofnandi greiðslumiðlunarfyrirtækisins Square Inc. sem er, líkt og Twitter, skráð á markað og metið á tugi milljarða bandaríkjadala. Það var í gegnum Square sem Jack fjárfesti í Bitcoin en þessi fjárfesting vakti mikla athygli fjölmiðla og sérfræðinga vestanhafs.

Dorsey hefur lengi verið forfallinn stuðningsmaður Bitcoin og hefur margsinnis talað um það á opinberum vettvangi. Hann hefur meðal annars talað um að internetið skorti ómiðlægan gjaldmiðil sem lýtur ekki undir stjórn miðlægs valds. Þá vill hann meina að frjáls gjaldmiðill sem lifir á internetinu líkt og Bitcoin muni koma til með að geta aukið aðgengi þriðja heimsins að nútíma fjármálaþjónustu sem eru forréttindi sem aðeins fólk sem lifir í fyrsta heiminum hefur fengið að njóta hingað til.

Þess má til gamans geta að það er aðeins eitt orð sem sem má lesa á Twitter prófíl Jack's en það er #bitcoin.

Munu önnur fyrirtæki fylgja fast á hæla Square?

Mikla athygli vakti þegar Michael Saylor, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Microstrategy fjárfesti í Bitcoin fyrir 425 milljónir bandaríkjadala. Félagið, sem er skráð á markað í bandaríkjunum, sérhæfir sig í smíði og sölu á viðskiptagreindarhugbúnaði. Líkt og mörg önnur stórfyrirtæki þá á Microstrategy mikinn peningaforða sem er í raun uppsafnaður hagnaður sem er geymdur á bókum félagsins.

Fimmhundruð milljón dollara ísklumpur

Peningaforði Microstrategy er virði fimmhundruð milljón bandaríkjadollara og Michael lýsir því hvernig hann áttaði sig á því að hann sæti í raun á fimmhundruð milljón dollara ísklump sem væri að bráðna, og það hratt.

Það eru nokkrar áhugaverðar ástæður fyrir því að Michael telur að það sé best að líkja peningaforða Microstrategy við bráðnandi ísklump:

  • Stýrivextir í bandaríkjunum eru í núlli og því erfitt að finna fjárfestingaleiðir til þess að fá góða ávöxtun á peningaforðann,
  • gríðarlegt inngrip í formi fordæmalausrar peningaprentunar seðlabanka Bandaríkjanna vegna Covid fékk Michael til þess að kafa djúpt í þjóðhagfræði og hvaða neikvæðu áhrif aukning peningamagns getur haft.
  • Hann áttaði sig á því að lokum að magn dollara í umferð er að aukast um það bil sjö prósent á ári og að það væri litla ávöxtun að fá úr hefðbundnum fjárfestingaleiðum líkt og ríkisskuldabréfum og hlutabréfum.
  • Michael metur það þannig að ef peningaforði Microstrategy er látinn sitja í hefðbundnum fjárfestingum þá mun raunvirði eignanna falla að minnsta kosti tíu prósent á ári næstu þrjú árin vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum.

Þessar pælingar fengu Michael til að íhuga aðra fjárfestingamöguleika og hann komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Bitcoin væri harðasta eign sem hægt væri að fjárfesta í, í þeim skilningi að ekki er hægt að auka magn bitcoin í umferð líkt og hægt er að gera með þjóðargjaldmiðla og marga aðra fjárfestingakosti.

Hér er tólf mínútna viðtal við Michael fyrir þá sem vilja kafa dýpra þar sem hann fer nánar út í ástæður þess að hann fjárfesti í Bitcoin á þessum krísutímum:

Hvaða þýðingu hefur þessi fjárfesting fyrir framtíð Bitcoin?

Þegar fleiri stórfyrirtæki vestanhafs taka þá ákvörðun að fjárfesta hluta af peningaforða sínum í bitcoin þá getur það haft mjög jákvæð áhrif á gengi rafmyntarinnar. Það er einungis til takmarkað magn af bitcoin í heiminum og þegar fleiri fjársterkir aðilar byrja að fjárfesta í bitcoin þá myndast mikill þrýstingur á verð upp á við.

Það er ljóst að Michael Saylor og Jack Dorsey eru að greiða götu annarra stórfyrirtækja og setja mikilvægt fordæmi sem mun koma til með að auka fjárfestingu í bitcoin á komandi árum.


Það styttist í að við gefum út Myntkaup appið en stefnt er að því að setja það í loftið fyrir jól, meira um það hér.

Áfram og upp á við! 🚀