Getur þú útskýrt Bitcoin fyrir móður minni? - Andreas Antonopolous (Myndband)

Getur þú útskýrt Bitcoin fyrir móður minni? - Andreas Antonopolous (Myndband)

Andreas Antonopolous er einn sá frægasti í Bitcoin heiminum í dag. Hann hefur skrifað tvær bækur um Bitcoin sem hafa verið þýddar á fjöldamörg tungumál og selst í bílförmum um allan heim.

Andreas er einnig einn helsti sérfræðingur í Bitcoin og bálkakeðjutækninni í heiminum. Hann hefur ferðast um allan heim til að halda fyrirlestra um Bitcoin og bálkakeðjur.

Hér fyrir neðan er stutt og hnitmiðað myndband þar sem Andreas segir frá því hvernig hann myndi útskýra Bitcoin fyrir móður sinni.

Þetta myndband er frábært fyrir þá sem eru að byrja að læra og vilja fá góða útskýringu á því hvernig Bitcoin virkar, á mannamáli.