Bitcoin brýtur 10.000 dollara múrinn!
Verðið á Bitcoin hefur verið fast í kringum 9000 dollarana síðan í byrjun maí en hefur nú rofið 10.000 dollara múrinn enn og aftur. Verðið fór upp í rúmlega 11400 dollara þegar mest lét í uppsveiflunni og stendur í 10.963 dollurum þegar þessi orð eru skrifuð.

Verðið á Bitcoin hefur verið fast í kringum 9000 dollarana síðan í byrjun maí en hefur nú rofið 10.000 dollara múrinn enn og aftur.
Verðið fór upp í rúmlega 11.400 dollara þegar mest lét í uppsveiflunni og stendur í 10.963 dollurum þegar þessi orð eru skrifuð.
Gæti þetta verið upphafið á langri uppsveiflu í Bitcoin?
Hvað er að valda þessari hækkun?
Á meðan seðlabankar og ríkisstjórnir keppast við að prenta peninga og sérfræðingar Goldman Sachs, eins stærsta banka heims, vara við verðbólgu og mæla með kaupum á gulli, þá eru margir sem vilja vernda kaupmátt sinna eigna með því að fjárfesta í Bitcoin og gulli.
Vijay Boyapati sem nýtur mikilla vinsælda meðal Bitcoin samfélagsins á Twitter hittir naglann á höfuðið þegar hann greinir ástandið og ástæður verðhækkana á Bitcoin og gullmörkuðum:
1/ Bitcoin and gold are on the rise. A thread explaining why.
— Vijay Boyapati (@real_vijay) July 27, 2020
All monetary goods are in constant competition with each other to attract the pool of global savings. They compete primarily on the attributes that make for a good store of value:https://t.co/kVMv2HtybI
Það er ljóst að við lifum á spennandi tímum sem munu fara í sögubækurnar og það verður mjög áhugavert að sjá hvað næstu 12-18 mánuðir bera í skauti sér.
Áfram og upp á við!