10 ástæður til að hafa trú á Bitcoin - Tim Draper (Myndband)
Milljarðamæringurinn Tim Draper er goðsagnakenndur fjárfestir sem býr í vöggu nýsköpunarfyrirtækja, þ.e. í Kísildalnum í Kaliforníuríki. Hann hefur fjárfest í fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum sem þú ættir að kannast við, en þar má helst nefna Twitter, Skype, Tesla, Hotmail o.fl.
Tim er einnig þekktur fyrir að vera forfallinn stuðningsmaður Bitcoin og talar mikið um Bitcoin á opinberum vettvangi. Frægt er orðið þegar Tim keypti 30,000 Bitcoin á uppboði árið 2014 sem hafði verið gert upptækt af bandarísku alríkislögreglunni(FBI) vegna "Silk Road" svartamarkaðarins. Tim er mikill fjörkálfur og þegar hann mætir í fréttaviðtöl eða heldur kynningar þá er hann oft með Bitcoin bindi um hálsinn.
Á myndbandinu hér að neðan má sjá brot úr kappræðum um Bitcoin sem Tim tók þátt í þar sem hann fer yfir það hvernig sérfræðingar hafa nær alltaf rangt fyrir sér hvað varðar tækninýjungar.
Við hjá Myntkaup mælum með þessu broti úr myndbandinu fyrir áhugasama!
P.S. Glöggir áhorfendur mun sjá að Tim er með Bitcoin bindið sitt fræga í þessu myndbandi.