Myntkaup fer í loftið! 🚀🚀
Jæja þá er loksins komið að því! Við erum að setja Myntkaup í loftið í dag, 11. maí 2020, með pompi og prakt 🎉🎉
Ef þú varst einn af þeim sem skráðir þig á biðlistann okkar þá átt þú von á tölvupósti frá okkur þar sem þú munt fá kóða sem þú getur notað til þess að innleysa 10 evru gjöf frá okkur til þín!
Yfirlýst markmið Myntkaupa er að bjóða Íslendingum upp á einfalda leið til þess að kaupa og selja Bitcoin og aðrar rafmyntir.
Okkur stofnendum fannst vanta einfalda leið fyrir Íslendinga til þess að kaupa og selja Bitcoin en hingað til hefur verið allt of flókið fyrir Íslendinga að koma sér inn á þennan markað. Við viljum gera það eins einfalt og mögulegt er fyrir reynda sem og óreynda aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref á þessum markaði.
Ég tel það persónulega mikilvægt að Íslendingar taki sem flestir þátt í þeirri framþróun sem er að eiga sér stað í heiminum með tilkomu rafmynta og bálkakeðja.
Það einfaldasta sem þú getur gert ef þú vilt verða þátttakandi í framtíðinni er að kaupa smá Bitcoin!
Nú þegar seðlabankar heimsins keppast við að prenta peninga og koma stýrivöxtum sem næst núlli (eða jafnvel undir núllið) þá hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hafa aðgang að gjaldmiðli líkt og Bitcoin þar sem fólk getur geymt fjármuni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að framboðið af gefnum gjaldmiðli margfaldist og rýri þar með verðgildi hans.
Bitcoin er hard-money og það er það sem mun koma til með að skipta máli á komandi árum.
Dagurinn í dag er einnig stórmerkilegur vegna þess að þriðja Bitcoin helmingunin mun eiga sér stað í dag. Undir venjulegum kringumstæðum heldur áhugafólk um Bitcoin veislu á helmingunardeginum en það er erfitt að halda partý í núverandi ástandi af augljósum aðstæðum.
Ég vil samt sem áður óska þér gleðilegs helmingunardags!
Ef þig langar til að fræðast meira um Bitcoin helmingunina þá mæli ég eindregið með podcast þættinum hér að neðan þar sem Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands eys úr viskubrunni sínum.
Fyrir áhugasama þá inniheldur seinni hluti þáttarins samtal milli mín og Kristjáns þar sem við ræðum meðal annars Myntkaup og Bitcoin helmingunina.