Ethereum fer í loftið á Myntkaup!

Fjölmargir viðskiptavinir Myntkaupa hafa beðið með eftirvæntingu eftir því að geta stundað viðskipti með Ethereum í gegnum Myntkaup appið og er biðin loks á enda.

Frá og með deginum í dag geta allir viðskiptavinir Myntkaupa keypt Ethereum í gegnum appið eða í gegnum vefinn. Við mælum eindregið með því að uppfæra appið í útgáfu 1.6.1 til þess að vera með nýjustu og stöðugustu útgáfu appsins. Þú finnur nýjustu útgáfuna í App Store og Play Store.

Þú getur sótt nýjustu útgáfuna af appinu hér að neðan:

Ethereum innborganir og Ethereum úttektir eru einnig í boði fyrir alla viðskiptavini frá og með deginum í dag þannig að þér gefst kostur á að flytja Ethereum á hvaða veski sem þig lystir.

Auðvelt að kaupa Ethereum á Myntkaup

Margt á stefnuskránni hjá Myntkaupum

Það er margt nýtt og spennandi sem við hjá Myntkaupum erum með á stefnuskránni á næstu 12 mánuðum og við stefnum á að gefa út nýjungar reglulega á árinu 2022.

Miklar sveiflur og mikil læti hafa verið á rafmyntamörkuðum upp á síðkastið og í þannig árferði er auðvelt að týna sér í skammtímasveiflunum. Ef maður hins vegar staldrar við og horfir á heildarmyndina þá erum við ennþá stödd í miðjunni á einni stærstu byltingu í nútímasögunni sem mun koma til með að hafa gríðarleg áhrif á samfélagið sem við lifum í.

Það er alltaf gaman að vitna í Tim Draper sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður bitcoin í gegnum tíðina á tímum sem þessum:

“This is bigger than the internet. It’s bigger than the Iron Age, the Renaissance. It’s bigger than the Industrial Revolution. This affects the entire world and it’s going to be affected in a faster and more prevalent way than you ever imagined.”

Við höfum þau forréttindi að fá að upplifa það hvað tilkoma frjáls penings líkt og bitcoin mun gera fyrir heiminn á næsta áratugnum.

Áfram og upp á við! 🚀

Jólakveðja,
Patrekur Maron Magnússon
Framkvæmdastjóri Myntkaupa

P.S. Hér er hlekkur á rökræðurnar þar sem Tim Draper mælir þessi fleygu orð sem ég vitnaði í hér að ofan: Youtube hlekkur