Bitcoin hjá Begga Ólafs og 10.000 viðskiptavinir
Vart verður sagt að gengi Bitcoin hafi valdið miklum æsingi frá því að það náði hámarki í nóvember í fyrra í um það bil $69.000. Gengið hefur sigið allnokkuð og fór neðst í tæplega $33.000 í janúar síðastliðnum. Þegar þessi orð eru rituð er gengi myntarinnar í um $39.000. Margir vilja þó meina að þetta gæti verið lognið á undan storminum og Bitcoin eigi miklar hækkanir inni, en það er auðvitað ekkert öruggt í þeim efnum frekar en fyrri daginn. Ljóst er þó að áhugavert verður að fylgjast með þróun á gengi Bitcoin nú þegar verðbólgutölur mælast miklar um gervallan heim.
Fréttir af bitcoin
Talsvert hefur þó borið á jákvæðum fréttum um Bitcoin undanfarið en sem dæmi þá tilkynnti KPMG í Kanada að fyrirtækið hefði fjárfest í Bitcoin og Ethereum, en gaf þó ekki upp hversu mikið. Þetta verður þó að teljast jákvætt, enda KPMG risavaxið og alþjóðlegt fjármálafyrirtæki. Þetta virðist til marks um það sem koma skal; frekari fjárfestingar stórfyrirtækja í Bitcoin og rafmyntum.
Þá hefur borgin Lugano í Sviss innleitt Bitcoin sem “de facto” lögeyri (e. Legal Tender), en hingað til hafa rafmyntir verið að miklu leyti samþykktar í Sviss, meðal annars til þess að standa skil á sköttum og öðrum opinberum gjöldum. Bitcoin verður því ekki orðinn formlegur lögeyrir eins og svissneski frankinn en heimilt verður að standa skil á opinberum gjöldum með Bitcoin og greiða fyrir vörur og þjónustu í borginni.
Gullna regla Warren Buffett hefur ávallt verið sú að fjárfesta ekki í því sem maður skilur ekki. Sumum kann að þykja Bitcoin flókið fyrirbæri, en við nánari athugun kemur fólki oft á óvart hvað þetta er í raun og veru einfalt í grunninn. Bitcoin er einfaldlega harður, stafrænn og ómiðstýrður peningur. Aðeins eru til 21.000.000 Bitcoin og verða aldrei til fleiri. Það er óhætt að segja að hið sama á ekki við um þjóðargjaldmiðlana eins og við þekkjum þá í dag.
Besta Bitcoin viðtal á íslensku?
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um peningakerfi heimsins, söguna og hvað nákvæmlega felst í Bitcoin sem lausn við þeim vanda sem leiðir af núverandi þjóðargjaldmiðlum mælum við eindregið með hlaðvarpi 24/7 með Begga Ólafs við Víking Hauksson:
Víkingur gerir þessum hugtökum snilldarlega skil og fyrir vikið má segja að þátturinn innihaldi eitthvert vandaðasta efni sem birst hefur um Bitcoin á íslensku.
Loks er okkur ánægja að segja frá því að viðskiptavinir Myntkaupa eru nú fleiri en tíu þúsund! Það er því morgunljóst að Íslendingar ætla sér ekki að verða neinir eftirbátar í Bitcoin byltingunni sem þegar er hafin.
Margar nýjungar á döfinni
Viðskiptavinir Myntkaupa mega reikna með allnokkrum nýjungum á árinu. Meðal þess sem við stefnum á að bæta við þjónustu okkar eru verðtilkynningar, regluleg kaup og vaxtaprógram. Við munum halda fólki upplýstu eftir því sem þessum verkefnum vindur fram.
Áfram og upp á við!